Aukin meðferðarpláss í Rockville
Í desember síðastliðnum voru tveir skálar Byrgisins í Rockville teknir í notkun með formlegum hætti með því að rafmagni var hleypt á þá. Við það jukust meðferðarplássinn um fimmtán til átján.Íþróttahúsið á staðnum fékk að vera með í pakkanum og er nú löglegt rafmagn komið í um 10 hús sem tilheyra Rockville- svæðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Byrgisins, www.byrgid.is.
Um 240 skráðir inn í Rockville
Frá því að starfsemi Byrgisins flutti í Rockville 1. október 1999 hafa um tvö hundruð og fjörtíu einstaklingar verið skráðir inn. Flestir sem þangað koma til meðferðar játa Jesú, sem lausn inn í sitt líf, á einhverju stigi meðferðarinnar. Þrjú til fjögur hundruð manns hafa skírst niðurdýfingarskírn frá því að Byrgið hóf hjálparstarf á meðal fíkniefna-og áfengisneytenda á Íslandi og tók að skjóta skjólshúsi yfir húsnæðislaust fólk. Vel á minnst: Hátt í tuttugu Færeyingar hafa komið til Byrgisins í meðferð, á fimm ára starfssögu félagsins.
Með ofantöldu er reynt að draga upp mynd af gagnsemi starfs eins og það sem Byrgið innir af hendi í þjóðfélaginu. Þar á sér stað markviss uppbygging á fólki ( mannrækt ), sem lifað hefur margskonar niðurbrot.
Um 240 skráðir inn í Rockville
Frá því að starfsemi Byrgisins flutti í Rockville 1. október 1999 hafa um tvö hundruð og fjörtíu einstaklingar verið skráðir inn. Flestir sem þangað koma til meðferðar játa Jesú, sem lausn inn í sitt líf, á einhverju stigi meðferðarinnar. Þrjú til fjögur hundruð manns hafa skírst niðurdýfingarskírn frá því að Byrgið hóf hjálparstarf á meðal fíkniefna-og áfengisneytenda á Íslandi og tók að skjóta skjólshúsi yfir húsnæðislaust fólk. Vel á minnst: Hátt í tuttugu Færeyingar hafa komið til Byrgisins í meðferð, á fimm ára starfssögu félagsins.
Með ofantöldu er reynt að draga upp mynd af gagnsemi starfs eins og það sem Byrgið innir af hendi í þjóðfélaginu. Þar á sér stað markviss uppbygging á fólki ( mannrækt ), sem lifað hefur margskonar niðurbrot.