Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aukin bjartsýni vegna álvers í Helguvík
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 15:52

Aukin bjartsýni vegna álvers í Helguvík

Margt hefur áunnist síðan iðnaðarráðherra boðaði aðila sem koma að atvinnuuppbyggingu í Helguvík á sinn fund í lok ágúst. Leitað hefur verið leiða til að ryðja fjölmörgum hindrunum úr vegi og eftir fund sömu aðila í dag segist Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði bjartsýnni en áður á framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík. Í samtali við mbl.is í dag segir Ásmundur að Norðurál sé nú reiðubúið að einbeita sér að fyrstu 3 áföngunum við byggingu álversins, sem eykur líkur á framgangi verkefnisins.


Ásmundur segir að margar jákvæðar upplýsingar hafi komið fram á fundinum. Skipulagsmál sveitarfélaganna á Reykjanesi, sem hafa flækt málið, eru nú að komast fyrir vind, að sögn hans. Jákvæðar upplýsingar liggi líka fyrir um orkukosti á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn hans er mjög ánægjulegt að Norðurál skuli nú vera tilbúið að einbeita sér að því að ljúka fyrstu þremur áföngunum við byggingu álvers í Helguvík í stað þess að setja fram kröfur um fjóra áfanga. Auðveldara sé að tryggja álverinu raforku en orkuþörfin eftir að fyrstu þrír áfangar álversins í Helguvík verða að veruleika yrði um það bil 450 MW eða um 150 MW fyrir hvern áfanga.


Uppbyggingin gæti staðið yfir í sex til tíu ár. „Allan þann tíma erum við að tala um 2000 störf við þessa uppbyggingu. Það er því griðarlega mikilvægt að koma þessu verkefni í gang. Það er verkefni okkar núna. Ég er bjartsýnni eftir þennan fund en áður,“ segir Ásmundur.