Aukið umferðareftirlit á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum verður í sumar með sérstakt umferðareftirlit í umdæminu, í samvinnu við Vegagerðina og ríkislögreglustjóra. Lögð verður áhersla á eftirlit með hraðakstri, öðrum brotum á umferðarlögum og sýnilega löggæslu. Þá verður fylgst náið með fleiri atriðum svo sem frágangi á farmi, búnaði eftirvagna og fleiru. Hinu aukna eftirliti verður meðal annars haldið úti á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi, Garðskagavegi, Sandgerðisvegi og Miðnesheiðarvegi.