Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukið öryggi við höfnina
Sunnudagur 1. febrúar 2009 kl. 10:54

Aukið öryggi við höfnina

Við hafnarbakkann í Sandgerði hefur undanfarið verið unnið að gerð sérstakrar akbrautar fyrir lyftara. Er þetta gert til að auka öryggi við höfnina en akbrautin er aðskilin frá annarri umferð.  Upp á síðkastið hefur jafnframt verið unnið talsvert að sjóvörnum við höfnina með uppsetningu grjótgarða auk þess að laga og snyrta  umhverfi hennar. Einn liður í því var uppsetning á listaverkinu Hvirfli eftir Jón Þórisson í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar í Sandgerði.
Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa því lagt áherslu á bæði öryggi og ásýnd hafnarsvæðis og stefna á það að hampa hinum eftirsótta Bláfána.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024