Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aukið fjármagn til Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 12:04

Aukið fjármagn til Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Töluverðar umræður spunnust um það hvort ekki væri rétt að sveitarfélögin tækju yfir heilsugæsluna í landinu á borgarafundinum í gærkvöldi sem haldinn var vegna læknadeilunnar. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði að þá hugmynd væri vert að skoða, en hann lagði áherslu á að heilsugæslulæknar og heilbrigðisráðuneytið myndu leysa deiluna. Árni sagði m.a. að læknadeilan kallaði á tvenns konar lausnir, annarsvegar skammtímalausn þar sem leysa þyrfti vandann strax og fá lækna til starfa og hinsvega langtímalausn þar sem leitast yrði við að byggja upp samfélag með öruggri heilbrigðisþjónustu. Árni sagði einnig að það heilbrigðisráðuneytið þyrfti að tryggja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aukið fjármagn til uppbyggingar og reksturs stofnunarinnar. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að nú þegar væru komnar fram hugmyndir að auknu fjármagni yrði varið til reksturs Heilbrigðisstofnunarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024