Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Auka upplifun og skapa atvinnutækifæri
    Heilsuefling í fjörunni á Garðskaga. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Auka upplifun og skapa atvinnutækifæri
    Vinsælt er að koma á Garðskaga til að njóta norðurljósa.
Föstudagur 16. október 2015 kl. 10:35

Auka upplifun og skapa atvinnutækifæri

– Sveitarfélagið Garður ætlar að bæta aðstöðu á Garðskaga

Markmið Sveitarfélagsins Garðs eru að bæta aðstöðu á Garðskaga, auka þar þjónustu og upplifun fyrir ferðafólk, allt í þeim tilgangi að mæta þörfum ferðafólks og skapa atvinnutækifæri í tengslum við það. Þetta segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, í vikulegum pistli á vef sveitarfélagsins.

Nú er unnið að því að breyta starfsemi og þjónustu á Garðskaga. Fjölmargt ferðafólk sækir á Garðskaga á hverju ári, umferðin hefur aukist mjög allra síðustu ár og er útlit fyrir enn frekari aukningu samfara mikilli fjölgun ferðafólks sem sækir Ísland heim.

Mikil undirbúningsvinna hefur staðið yfir, meðal annars samþykkti bæjarstjórn stefnumótun um þessi mál í byrjun þessa árs og hefur verið unnið eftir henni. M.a. sagði sveitarfélagið upp samningum um veitingarekstur í byggðasafninu því bæjaryfirvöld vilja hafa alla þjónustu á Garðskaga á einni hendi nú þegar hún er skipulögð inn í framtíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024