Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Auka þarf framlög til markaðsstofa landshlutanna
Miðvikudagur 26. október 2016 kl. 06:00

Auka þarf framlög til markaðsstofa landshlutanna

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 14. til 15. október 2016 síðastliðinn, skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofunum sveitarfélaganna til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum er falin og þeim ber að uppfylla samkvæmt lögum. Útgjöld sveitarfélaganna hafa vaxið og verkefnum þeirra fjölgað án þess að tekjuliðir hafi fylgt þeirri þróun, segir í ályktun frá fundinum.

Afar mikilvægt er að sveitarfélögin fái aukna hlutdeild í heildarskatttekjum. Ferðaþjónustan hefur skapað tekjur í heimabyggð en einnig kallað á aukin útgjöld, bæði við ferðamannastaði sem og við ýmsa innviði samfélagsins. Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 til 2018 kemur fram að sveitarfélögum skuli tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar í samræmi við þau verkefni sem þeim eru falin. Þeir skulu vera nægjanlega fjölþættir og sveigjanlegir í eðli sínu svo þeir geti staðið undir þeirri fjölbreyttu þjónustu sem íbúar þeirra kalla eftir.
    
Auka þarf einnig framlög til Markaðsstofa landshlutanna svo þær geti brugðist við fjölgun verkefna. Eins og staðan er í dag dugir styrkur Ferðamálastofu ekki nema fyrir 25 til 50% af rekstri landshlutamiðstöðvanna, segir í ályktun frá fundinum.

Public deli
Public deli