Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Auka raforkuframleiðslu án þess að taka meira upp úr auðlindinni
Miðvikudagur 30. janúar 2019 kl. 10:19

Auka raforkuframleiðslu án þess að taka meira upp úr auðlindinni

-Samfélagið á Suðurnesjum þarf meira rafmagn og heitt vatn á næstu árum

Raforkuframleiðsla er nú í sögulegu hámarki í orkuverum HS Orku í Svartsengi í Grindavík og í Reykjanesvirkjun. „Við erum í dag mjög bjartsýn á langvarandi, stöðuga, endurnýjanlega vinnslu á Reykjanesi, eins og sagan hefur reyndar sýnt í Svarstengi, þar sem reynslan er orðin yfir fjörtíu ára. Við ætlum að gera enn betur því bæði á Reykjanesi og í Svartsengi eru núna uppi áform um að auka framleiðslu án þess að taka meira upp úr jörðinni, segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku en fyrirtækið gekk í gegnum tímabundna erfiðleika í raforkuvinnslu í Reykjanesvirkjun 2016 og 2017. Orkuvinnsla datt um tíma niður í 60% sem var verulegt áhyggjuefni.
 
Ljóst sé að sögn Ásgeirs að samfélagið á Suðurnesjum og víðar þarf meira rafmagn og verði ekki brugðist við því sé öruggt að þrengingar verði og þá sé ekki verið að tala um raforku til stóriðju.
 
Ásgeir segir í viðtali við Víkurfréttir í dag að einnig þurfi að auka við heitavatns framleiðslu hjá HS Orku og finna þurfi ný vatnsból fyrir byggðirnar á Suðurnesjum. Nánar í Víkurfréttum sem má nálgast hér!
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024