Fréttir

Auka fjárveiting í Fjölþætta heilsueflingu
Föstudagur 19. janúar 2018 kl. 06:00

Auka fjárveiting í Fjölþætta heilsueflingu

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 11. janúar sl. að veita verkefninu Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.300.000,-  vegna aukinnar þátttöku íbúa í verkefninu. Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem eru 65 ára og eldri og hefur hún verið starfrækt frá miðjum maí 2017 undir stjórn dr. Janusar Guðlaugssonar PhD íþrótta- og heilsusérfræðings.

Reykjanesbær er Heilsueflandi samfélag og hefur verið það síðan lok árs 2016, en Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu allra aldurshópa. Í þeim tilgangi eru lagðir til grundvallar fjórir áhrifaþættir heilbrigðis sem unnið er með, þ.e. næring, hreyfing, geðrækt og lífsgæði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024