Augnvírus herjar á íbúa Suðurness
Að undanförnu hefur gengið yfir Suðurnes skæður augnvírus. Vírusinn veldur því að augun bólgna upp og verða rauð og viðkomandi finnur mikinn sviða í auganu. Vírusinn hefur verið í rénum á undanförnum dögum en þegar mest lét bárust 5-6 hringingar á dag til augnlækna hér í bænum vegna vírusins.
Vírusinn gengur yfirleitt yfir á 2 vikum en dæmi eru um að hann hafi varað í rúman mánuð. Að sögn yfirlæknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja færist vírusinn yfir í hitt augað á innan við viku. Þeir sem verða varir við bólgið auga er bent á að leita læknis en vírusinn er bráðsmitandi og hafa heilu fjölskyldunnar fengið vírusinn. Það er einnig mikilvægt að fylgjast vel með framvindu mála þar sem það geta komið ský á augað sem hverfa á nokkrum mánuðum en valda miklum óþægindum. Að sögn augnlækna er vírusinn ekki alfarið bundinn við Reykjanes heldur hefur hans einnig orðið vart á höfuðborgarsvæðinu sem og annarsstaðar.
Vírusinn gengur yfirleitt yfir á 2 vikum en dæmi eru um að hann hafi varað í rúman mánuð. Að sögn yfirlæknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja færist vírusinn yfir í hitt augað á innan við viku. Þeir sem verða varir við bólgið auga er bent á að leita læknis en vírusinn er bráðsmitandi og hafa heilu fjölskyldunnar fengið vírusinn. Það er einnig mikilvægt að fylgjast vel með framvindu mála þar sem það geta komið ský á augað sem hverfa á nokkrum mánuðum en valda miklum óþægindum. Að sögn augnlækna er vírusinn ekki alfarið bundinn við Reykjanes heldur hefur hans einnig orðið vart á höfuðborgarsvæðinu sem og annarsstaðar.