Auglýst eftir umsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvenns konar styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða þjónustusamninga við menningarhópa og hins vegar verkefnastyrki til menningartengdra verkefna. Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta lagi 14. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes.
Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða, s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu.
Verkefnastyrkir miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Reykjanesbæjar.