Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auglýst eftir nýjum bæjarstjóra í Garði á næstu dögum
Laugardagur 12. maí 2012 kl. 19:38

Auglýst eftir nýjum bæjarstjóra í Garði á næstu dögum

Kolfinna S. Magnúsdóttir hefur gengið til liðs við N-listann í Garði. Hún var áður bæjarfulltrúi D-listans í Garði. Þar með er meirihlutinn fallinn. D-listinn hafði áður fjóra bæjarfulltrúa, N-listinn tvo og L-listinn einn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í sameiginlegri yfirlýsing N- og L-lista í Sveitarfélaginu Garði segir að á næstu dögum verður gengið frá formsatriðum, kosið í nefndir og ráð sem og auglýst eftir nýjum bæjarstjóra. Ásmundur Friðriksson hefur gengt starfi bæjarstjóra en í fréttum RÚV í kvöld kom fram að Kolfinna styðji ekki lengur Ásmund Friðriksson sem bæjarstjóra. Í kvöld sagði Ásmundur að hann kannaðist ekki við neinn málefnalegan ágreining og að þessi tíðindi hafi komið mjög flatt upp á hann.

Undir yfirlýsinguna skrifa Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson, Kolfinna S. Magnúsdóttir og Davíð Ásgeirsson.



Á myndinni er Kolfinna S. Magnúsdóttir sem gengið hefur til liðs við N-listann í Garði.