Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fréttir

Auglýst eftir framboðum í prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Árni Sigfússon sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna fjórða kjörtímabilið í röð.
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 14:40

Auglýst eftir framboðum í prófkjör Sjálfstæðisflokksins

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ auglýsir í Víkurfréttum í dag eftir frambjóðendum til að taka þátt í prófkjöri flokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna þann 31. maí 2014. Prófkjörið fer fram  laugardaginn 1. mars næstkomandi.

Samkvæmt heimildum VF ætla langflestir af tíu efstu á lista flokksins fyrir síðustu kosningar að gefa kost á sér í prófkjörið, þar á meðal oddvitinn, Árni Sigfússon, í efsta sætið. Flokkurinn náði sjö bæjarfulltrúm af ellefu í Reykjanesbæ fyrir síðustu kosningar en samkvæmt skoðanakönnun nýlega var flokkurinn með sex fulltrúa.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Frambjóðendur skulu skila mynd af sér og stuttu ævigripi til formanns  kjörnefndar á netfangið,   [email protected] en framboðsfrestur er til kl. 18.00 þann 10. febrúar.