Auglýsingaskjáum við Reykjanesbraut slegið á frest

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur ekki tekið afstöðu til auglýsingaskjáa við Reykjanesbraut. Endurskoða þarf skiltareglur sveitarfélagsins til þess að taka á þessum miðlum. 
 
Fyrirtækið Air Chefs ehf. sótti á dögunum um að reisa tvo auglýsingaskjái á einum fæti innan lóðar Stapabrautar 1. Skjáirnir snúi að Reykjanesbraut og að umferð bæði að og frá Reykjanesbæ. Erindi fyrirtækisins var frestað.