Auglýsingaskilti án leyfis fjarlægð
Þeir sem hafa sett upp auglýsingaskilti án leyfis byggingafulltrúa mega eiga von á því að þau verði fjarlægð eftir 15. maí næstkomandi. Þetta hefur verið tilkynnt í auglýsingu frá Reykjanesbæ sem og á vef bæjarfélagsins.
Víða má sjá auglýsingaskilti eða veggspjöld frá ýmsum fyrirtækjum sem auglýsa þjónustu, starfsemi eða staðsetningu fyrirtækis. Sækja þarf um leyfi fyrir uppsetningu slíkra skilta til byggingafulltrúa. Leyfisumsóknin þarf að vera skrifleg og innihalda nokkuð nákvæma lýsingu á útliti og uppbyggingu skiltisins sem og staðsetningu. Þetta kemur fram í auglýsingu frá Reykjanesbæ. Þar eru eigendur skilta, sem sett hafa verið upp án leyfis, vinsamlegast beðnir um að fjarlægja þau fyrir 15. maí. Að öðrum kosti verði þau fjarlægð á kostnað eiganda.
---
Mynd/RNB – Víða smá sjá laus skilti af þessu tagi. Sérstakt leyfi þarf fyrir uppsetningu þeirra.