Auglýsa starf bæjarstjóra í Vogum
Starf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga er auglýst í Morgunblaðinu í dag. Þar er óskað eftir kraftmiklum aðila til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu. Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi. Þá þarf viðkomandi að hafa reynslu og þekkingu sem nýtist í starfi. Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Voga fyrir 20. nóvember nk. eða á netfangið [email protected]