Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Auglýsa eftir nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Fimmtudagur 13. desember 2018 kl. 10:11

Auglýsa eftir nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Velferðarráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. mars 2019.
 
Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem nær yfir Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Um er að ræða stofnun sem fær um 2,8 milljarða af fjárlögum ríkisins og þar eru um 190 stöðugildi, segir í auglýsingu eftir nýjum forstjóra.
 
Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.
 
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd en umsóknir skulu berast velferðarráðuneytinu eigi síðar en 17. desember nk.
 
Núverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Halldór Jónsson.
Public deli
Public deli