Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra í Grindavík
Fimmtudagur 21. júní 2018 kl. 10:52

Auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra í Grindavík

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Grindavík fór fram þann 20. júní en á honum kom meðal annars fram að auglýsa eigi eftir nýjum bæjarstjóra í Grindavík.

Páll Valur Björnsson, fulltrúi S-listans sem situr í minnihluta, undrast á því að á sama tíma og rætt væri um ábyrga fjármálastjórn þá sé samþykktur viðauki við samning bæjarstjóra sem kveður á um biðlaun sem ekki voru til staðar í fyrri samning og telur hann eingöngu hafa óþarfa kostnað fyrir bæjarsjóð í för með sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fulltrúi S- lista minnir einnig á að þegar fyrrum meirihluti réttlætti kostnað við bæjarstjóraskipti síðasta kjörtímabils þá var eitt megin atriði rökstuðningsins það að ekki yrði ákvæði um biðlaun í nýjum samningi sem þýddi minni kostnaður en ella. Auglýsa ber stöðuna eins og samþykkt hefur verið eins fljótt og auðið er og gæti nýr bæjarstjóri tekið við embættinu strax á næsta bæjarstjórnarfundi í lok ágúst. Með öflugu starfi bæjarfulltrúa og samvinnu við sviðstjóra er vel hægt að brúa það bil sem myndast þar til að nýr bæjarstjóri tekur til starfa.“

Bæjarstjórn felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla tilboða frá ráðningarskrifstofum í aðstoð við ráðningu á bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð.