Auglýsa 10 íbúðir fyrir eldri borgara í Garði
Bygginganefnd íbúða aldraðra í Garði hefur tekið ákvörðun að auglýsa eftir umsóknum í þær 10 íbúðir, sem nú er verið að byggja við Hjúkrunarheimilið Garðvang í Garði.Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í nóvember n.k.Bygginganefnd íbúða aldraðra ásamt sveitarstjóra verður til viðtals á skrifstofu Gerðahrepps laugardaginn 3.maí frá kl. 13:00 til 16:00 og mun þar veita upplýsingar um verð o.fl.
Myndin: Íbúðir aldraðra í Garði. Myndin tekin í dag, en lóðin umhverfis húsið var "tyrft" í tölvu ljósmyndarans. VF/Hilmar Bragi
Myndin: Íbúðir aldraðra í Garði. Myndin tekin í dag, en lóðin umhverfis húsið var "tyrft" í tölvu ljósmyndarans. VF/Hilmar Bragi