Auðvitað á að rigna áfram!
Suðaustan 3-8 og rigning með köflum við Facaflóa í dag, en vestlægari í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu í fyrramáið og sums staðar talsverð úrkoma seinnipartinn. Hiti 4 til 9 stig, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 3-8 m/s og dálítil rigning. Hæg austlæg átt um hádegi og dregur úr úrkomu, en snýst í vestan 3-8 í kvöld. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu í fyrramálið. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Minnkandi norðanátt og kólnandi veður. Norðan 5-13 m/s þegar líður á morguninn. Rigning á láglendi N-til og slydda til fjalla en bjartviðri sunnan jökla. Þykknar upp SA-lands síðdegis og stöku skúrir en él um landið N-vert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Breytilegt átt, 3-8 m/s. Skýjað um allt land og stöku skúrir SA-til en él á Vestfjörðum. Vaxandi suðlæg átt og rigning um landið sunnan og vestanvert síðdegis en áfram þurrt NA-lands. Hiti um frostmark, en að 5 stigum syðst.
Á föstudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s. Skúrir sunnan og suðvestantil en slydduél eða él á Vestfjörðum. Bjartviðri um landið norðan og austanvert. Norðlæg átt og bætir í ofankomu NV-til um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu norðan og austanlands en bjartviðri sunnan og vestanlands. Frost um mest allt land.