Auður í krafti kvenna hjá Reykjanesbæ
Nýverið voru mættar í fundarsal bæjarstjórnar 12 stúlkur sem eru dætur barnabörn eða vinkonur starfsmanna Reykjanesbæjar til að taka þátt í verkefninu Auður í krafti kvenna.Stúlkurnar fengu að kynnast starfsemi bæjarfélagsins, sitja dæmigerðan "bæjarstjórnarfund" og ræða við bæjarstjóra. Einnig fengu þær að færa Björgunarsveitinni Suðurnes eina milljón króna í styrk og greiða nokkra reikninga úr bæjarstjóði. Að lokum fengu stúlkurnar viðurkenningarskjal, ís og páskaegg.
Það sem stúlkurnar vildu leggja áherslu á var:
* Að konur hefðu jafnrétti til launa á við karlmenn
* Að hvetja þyrfti til að fleiri konur væru í bæjarstjórn
* Að bæta þyrfti gólfið í íþróttahúsinu við Sunnubraut
* Að ekki ætti að ráða kennara til starfa sem ekki hefðu kunnáttu til þess
* Að ekki ætti að ráða kennara sem hefðu ekki áhuga á starfi sínu.
* Að bæta mætti við annarri rennibraut í Sundmiðstöðinni
* Að fjölga þyrfti klæðskerum – konur ættu ekki bara að sauma föt
* Að bæjarstjóri beiti sér fyrir því að það verði skóbúð í bæjarfélaginu
Af vef Reykjanesbæjar
VEFUR REYKJANESBÆJAR
Það sem stúlkurnar vildu leggja áherslu á var:
* Að konur hefðu jafnrétti til launa á við karlmenn
* Að hvetja þyrfti til að fleiri konur væru í bæjarstjórn
* Að bæta þyrfti gólfið í íþróttahúsinu við Sunnubraut
* Að ekki ætti að ráða kennara til starfa sem ekki hefðu kunnáttu til þess
* Að ekki ætti að ráða kennara sem hefðu ekki áhuga á starfi sínu.
* Að bæta mætti við annarri rennibraut í Sundmiðstöðinni
* Að fjölga þyrfti klæðskerum – konur ættu ekki bara að sauma föt
* Að bæjarstjóri beiti sér fyrir því að það verði skóbúð í bæjarfélaginu
Af vef Reykjanesbæjar
VEFUR REYKJANESBÆJAR