Auður Finnbogadóttir til Sólheima
Sólheimar ses. hafa ráðið Auði Finnbogadóttur tímabundið sem framkvæmdastjóra Sólheima ses. og mun hún hefja störf þann 26. júlí nk. Staða framkvæmdastjóra Sólheima verður formlega auglýst á vormánuðum.
Auður Finnbogadóttir er fædd og uppalin í Garðinum. Hún er viðskiptafræðingur frá University of Colorado at Boulder USA og útskrifaðist með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
Hún hefur starfað lengi sem framkvæmdastjóri á fjármálamarkaði og situr í stjórn Íslandsbanka. Auður mun koma að stefnumótandi verkefnum með framkvæmdastjórn auk þess að stýra almennum rekstri á Sólheimum.