Auðlindagjald : 76 þús. kr. á hvert mannsbarn í Grindavík
Samkvæmt samantekt sem LÍÚ hefur unnið, þar sem reynt er að varpa ljósi á þá fjárhæð sem sjávarútvegsfyrirtækin munu greiða í auðlindagjald, kemur í ljós að gjaldið er fyrst og fremst landsbyggðaskattur. Á meðfylgjandi töflu eru tekin dæmi um fjárhæð gjaldsins, en samkvæmt þeim tillögum endurskoðunarnefndar sem nú liggja fyrir mun heildargreiðslan geta orðið rúmir 2 milljarðar króna. Það jafngildir því að skattur á hvert þíg kg. yrði um 6 kr.
Ef skoðuð er sú fjárhæð sem sjávarútvegsfyrirtæki í hverju sveitarfélagi munu koma til með að greiða kemur eftirfarandi í ljós.
Fyrirtæki í Grímsey munu greiða 7,6 milljónir, en það nemur tæplega 83 þúsund krónum á hvern þar. Á Stöðvarfirði verður gjaldtakan tæpar 22 milljónir, eða tæpar 81 þúsund krónur á mann, í Grindavík verður fjárhæðin rúmar 176 milljónir, sem jafngildir 76 þúsund krónum á mann. Fyrirtæki á Ísafirði munu greiða rúmar 106 milljónir króna, sem jafngildir rúmum 25 þúsund krónum á hvert mannsbarn þar. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum munu greiða rúmar 224 milljónir króna sem jafngildir tæpum 50 þúsund krónum á hvern einstakling í Eyjum.
Samkvæmt þessari samantekt munu mestu fjármunirnir til greiðslu auðlindagjalds fara frá Akureyri, eða rúmar 300 milljónir kr., frá Vestmannaeyjum fara rúmar 224 milljónir króna, frá Akranesi tæpar 132 miljónir og frá Fjarðabyggð rúmar 116 milljónir króna, frá Snæfellsbæ fara tæpar 114 milljónir, svo nokkur dæmi séu tekin.
Fyrirtæki í Reykjavík munu greiða rúmar 225 milljónir króna, en fjárhæð auðlindagjalds á hvern Reykvíking er þó aðeins 2.025 krónur. Í Garðabæ yrði heildargreiðslan 666 þúsund krónur, sem jafngildir 83 krónum á mann og í Kópavogi yrði fjárhæðin tæper 1,4 milljónir, eða 59 krónur að jafnaði á hvern íbúa.
Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndarinnar mun hluta auðlindagjaldsins verða veitt til baka til sveitarfélaganna í formi styrkja til að byggja upp atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Þar yrði um að ræða fjárhæð á milli 350 og 500 milljónir króna sem deilt yrði niður á byggðirnar, en augljóst er að þeir fjármunir sem afhentir verða sveitarfélögunum með þeim hætti eru miklum mun lægri en verða fluttir þaðan í formi auðlindagjalds.
(Frétt frá LÍÚ)
Ef skoðuð er sú fjárhæð sem sjávarútvegsfyrirtæki í hverju sveitarfélagi munu koma til með að greiða kemur eftirfarandi í ljós.
Fyrirtæki í Grímsey munu greiða 7,6 milljónir, en það nemur tæplega 83 þúsund krónum á hvern þar. Á Stöðvarfirði verður gjaldtakan tæpar 22 milljónir, eða tæpar 81 þúsund krónur á mann, í Grindavík verður fjárhæðin rúmar 176 milljónir, sem jafngildir 76 þúsund krónum á mann. Fyrirtæki á Ísafirði munu greiða rúmar 106 milljónir króna, sem jafngildir rúmum 25 þúsund krónum á hvert mannsbarn þar. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum munu greiða rúmar 224 milljónir króna sem jafngildir tæpum 50 þúsund krónum á hvern einstakling í Eyjum.
Samkvæmt þessari samantekt munu mestu fjármunirnir til greiðslu auðlindagjalds fara frá Akureyri, eða rúmar 300 milljónir kr., frá Vestmannaeyjum fara rúmar 224 milljónir króna, frá Akranesi tæpar 132 miljónir og frá Fjarðabyggð rúmar 116 milljónir króna, frá Snæfellsbæ fara tæpar 114 milljónir, svo nokkur dæmi séu tekin.
Fyrirtæki í Reykjavík munu greiða rúmar 225 milljónir króna, en fjárhæð auðlindagjalds á hvern Reykvíking er þó aðeins 2.025 krónur. Í Garðabæ yrði heildargreiðslan 666 þúsund krónur, sem jafngildir 83 krónum á mann og í Kópavogi yrði fjárhæðin tæper 1,4 milljónir, eða 59 krónur að jafnaði á hvern íbúa.
Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndarinnar mun hluta auðlindagjaldsins verða veitt til baka til sveitarfélaganna í formi styrkja til að byggja upp atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Þar yrði um að ræða fjárhæð á milli 350 og 500 milljónir króna sem deilt yrði niður á byggðirnar, en augljóst er að þeir fjármunir sem afhentir verða sveitarfélögunum með þeim hætti eru miklum mun lægri en verða fluttir þaðan í formi auðlindagjalds.
(Frétt frá LÍÚ)