Auðlinda- og menningarhúsið Kvikan opnar í Grindavík
Í gær fór fram formleg opnun auðlinda- og menningarhúss Grindavíkur en þar hefur Saltfisksetrið verið starfrækt allar götur síðan 2002. Nú hefur sýningin Jarðorka bæst inn í húsakynnin en þar getur að líta fræðslu um jarðfræði og fleira. Þar má nefna: jarðskjálfta, Bláa lónið, jökla, eldgosa virkni og jarðhita. Nýja húsnæðið ber nú nafnið Kvikan en efnt var til nafnasamkeppni og varð þetta nafn hlutskarpast.
Jarðorku sýninguinni er ætlað að varpa ljósi á þessa þætti um leið og hún skýrir fyrir gestum hvernig orkan í iðrum jarðar er beisluð til að hita upp þúsundir heimlila á Suðurnesjum og sjá íbúum fyrir fersku drykkjarvatni og nokkurri raforku að auki.
Björn G. Björnsson sýningarhönnuður sá um uppsetningu beggja sýninganna í Kvikunni
Bæjarstjóri Grindavíkur Róbert Ragnarsson hélt tölu og vígði húsnæðið formlega. Ýmis skemmtiatriði voru sýnd og léttar veitingar í boði fyrir þann fjölda fólks sem var viðstaddur opnunina.
[email protected]