Atvinnuóvissa vegna varnarliðsins
Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja lýsir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem skapast hefur í atvinnumálum á svæðinu vegna umræðu um breytingar á rekstri varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en atvinnuleysi hefur mælst einna mest á Suðurnesjum undanfarna mánuði. Ráðið vekur einnig athygli á því að umsóknir um nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru mun fleiri en fjárlög gera ráð fyrir. "Það sóttu 100 fleiri um en við höfum heimild fyrir að hleypa inn í skólann," segir Kristján Albertsson, formaður svæðisráðs.
„Það mun náttúrlega þrýsta á atvinnumarkaðinn og við höfum áhyggjur af því." Svæðisráð hvetur því stjórnvöld til þess að gera viðeigandi ráðstafanir svo ekki þurfi að vísa nemendum frá.
Svæðisráð telur auk þess nauðsynlegt að undirbúa mótvægisaðgerðir til þess að sporna við atvinnuhruni. "Við viljum reyna að stuðla að nýbreytni í atvinnulífinu og starfi frumkvöðla," segir Kristján.
"Svo sjáum við hvort það vindur eitthvað upp á sig,“ segir í frétt Fréttablaðsins.
„Það mun náttúrlega þrýsta á atvinnumarkaðinn og við höfum áhyggjur af því." Svæðisráð hvetur því stjórnvöld til þess að gera viðeigandi ráðstafanir svo ekki þurfi að vísa nemendum frá.
Svæðisráð telur auk þess nauðsynlegt að undirbúa mótvægisaðgerðir til þess að sporna við atvinnuhruni. "Við viljum reyna að stuðla að nýbreytni í atvinnulífinu og starfi frumkvöðla," segir Kristján.
"Svo sjáum við hvort það vindur eitthvað upp á sig,“ segir í frétt Fréttablaðsins.