Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aðstoðar fólk í atvinnuleit með símann að vopni
Aðalheiður Hilmarsdóttir og Sigurgestur Guðlaugsson.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. nóvember 2021 kl. 15:56

Aðstoðar fólk í atvinnuleit með símann að vopni

Atvinnumiðlari hjá Reykjanesbæ hefur útvegað yfir áttatíu störf

„Lykillinn er að tala við fólk. Ekki senda tölvupóst,“ segir Aðalheiður Hilmarsdóttir hjá Reykjanesbæ. Aðalheiður eða Heiða var ráðin til Reykjanesbæjar í gegnum úrræðið „Hefjum störf“ með það í huga að hún myndi vinna með þetta sama úrræði til að útvega langtímaatvinnulausum vinnu. Hún er því nokkurs konar atvinnumiðlari og á örfáum mánuðum hefur Heiða fengið vinnu fyrir yfir áttatíu einstaklinga sem höfðu verið án vinnu í tvö ár eða lengur. Það er Súlan verkefnastofa, sem heyrir undir menningar- og atvinnuráð, sem réð Heiðu til starfa en hún vinnur einnig náið með velferðarþjónustu Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnun í sínum verkefnum.

Aðalheiður fer yfir málið ásamt Sigurgesti Guðlaugssyni, verkefnastjóra atvinnu- og viðskiptaþróunar hjá Súlunni í viðtali í Víkurfréttum sem komu út rafrænt á þriðjudagskvöld en prentuðu blaði hefur verið dreift á 30 dreifingarstöðum á Suðurnesjum og liggur m.a. fram í Nettó verslunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjáið viðtalið við atvinnumiðlarann Heiðu í Víkurfréttum vikunnar.