Atvinnuleysið hlutfallslega mest á Suðurnesjum
Alls eru 1640 manns nú skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, eða um 14,5% af vinnufærum einstaklingum. Atvinnuleysið er hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Í heild mælist atvinnuleysið um 8,5% á landsvísu.
Hutfallslega er atvinnuleysið minnst á Vestfjörðum eða rúmlega 2,3%. Á höfuðborgarsvæðinu mælist það um 8,7%.