Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 13:19

Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum

Atvinnuleysi mældist hæst á landinu á Suðurnesjum í síðasta mánuði, eða 2,3%. Atvinnuleysi kvenna mælist 3,6% og hjá körlum var það 1,3%. Sambærilegar tölur í maí voru 4% hjá konum og 1,3% hjá körlum.

Í júní 2006 mældist atvinnuleysi 1,7%.

Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í síðasta mánuði voru 229, eða 2,3% eins og áður sagði, en hlutfallið var 2,5% í maí. Hefur atvinnulausum þá fækkað um 23 að meðaltali frá í maí. Körlum á atvinnuleysisskrá hefur fækkað um 11 og konum um 12.

Unnið upp úr skýrslu vinnumálastofnunar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024