Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Atvinnuleysi jókst um 10% milli mánaða
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 20:19

Atvinnuleysi jókst um 10% milli mánaða

Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur. Ekki fengust sundurliðaðar upplýsingar fyrir júlí mánuð en sjá má á töflu hér að neðan sundurliðun fyrir hvert sveitarfélag á Suðurnesjum.

Ef tölur um atvinnuleysi eru skoðaðar frá áramótum má sjá að atvinnuleysi hefur farið minnkandi á Suðurnesjum þar til nú. Í byrjun árs var 331 atvinnulaus og fór sú tala niður í 166 í síðasta mánuði.

Á þessu tímabili hafa fæstir verið atvinnulausir í Vatnsleysustrandarhreppi en flestir í Reykjanesbæ.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024