Atvinnuleysi á Suðurnesjum fer ögn minnkandi
Atvinnuleysi á Suðurnesjum í ágúst var ögn minna en í júlí síðastliðnum, eða 1,6%. Það eru alls 154 manns. Ástandið er mun betra en það hefur verið undanfarin ár og hefur atvinnuleysi minnkað úr 2,5% í fyrra og 3,1% árið 2003. Atvinnulausum körlum hefur fjölgað að meðaltali milli mánaða en atvinnulausum konum fækkar um 5. Atvinnuleysi karla mælist nú 1% en 0,9% í júlí og atvinnuleysi kvenna mælist nú 2,5%, en var 2,6% í júlí s.l.
Atvinnuleysi á landsvísu er eilítið hærra eða 1,8 % sem er 1,1% minna en á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar sem var gefin út í dag.
Á sama tíma eykst framboð á lausum störfum á svæðinu. 77 stöður voru í boði á atvinnumiðlunum í samanburði við 66 í júlí og 63 í ágúst í fyrra.
Áberandi er hve stór hluti atvinnulausra er yngri en 30 ára, en af 154 sem voru á atvinnuleysisskrá að meðaltali í síðasta mánuði, voru 72 á aldrinum 15-29. Mestan part er um tímbundið atvinnuleysi að ræða, en langflestir voru án atvinnu í á bilinu 2-12 vikur.
Atvinnuleysi á Suðurnesjum í ágúst frá árinu 1996
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
3,9 2,5 1,6 0,8 0,2 0,4 2,0 3,1 2,5 1,6
Atvinnuleysi eftir sveitarfélögum
Alls karlar konur
Garður 12 5 7
Grindavík 14 2 12
Reykjanesbær 114 43 71
Sandgerðisbær 10 6 4
Vatnsleysustr. 4 0 4