Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atvinnuleysi 15% á Suðurnesjum í febrúar
Miðvikudagur 10. mars 2010 kl. 13:04

Atvinnuleysi 15% á Suðurnesjum í febrúar


Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 15% í febrúar síðastliðnum og jókst um 0,5% frá mánuðinum á undan. Meðalfjöldi atvinnulausra var 1.628 eða 974 karlar og 654 konur. Alls eru 1,814 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í dag en rétt er að geta þess hluti þeirra er í hlutastörfum á móti bótum.

Skráð atvinnuleysi í febrúar var 9,3% á landinu öllu eða að meðaltali 15.026 manns og eykst atvinnuleysi um 2,2% að meðaltali frá janúar eða um 321 manns.  Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 8,2% eða 13.276 að meðaltali.
Atvinnuleysið er 9,9% á höfuðborgarsvæðinu en 8,2% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 15% en minnst á Vestfjörðum 3,6%. Atvinnuleysið er 10,2% meðal karla og 8,1% meðal kvenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024