Atvinnulausum fjölgar um 5 á viku
Í lok október sl. voru 258 einstaklingar skráðir atvinnulausir samkvæmt tölum frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja og er þetta mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra, en þá voru 101 einstaklingur skráðir atvinnulausir á svæðinu. Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að mikil aukning hefði átt sér stað síðustu vikur: „Í gær voru 352 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum. Atvinnuleysistölurnar hækka um 5 einstaklinga á viku að meðaltali, en hafa ber í huga að þetta er erfiðasti tíminn hvað þessi mál varðar. Við bjuggumst við lægð, en ekki svona djúpri. Við reiknum með að atvinnuleysistölurnar fari hækkandi fram að áramótum, en þá koma t.d. uppsagnir Byko til framkvæmda,“ sagði Ketill í samtali við Víkurfréttir.