Atvinnulausum fækkað töluvert
Fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum er nú 1373 og hefur lækkað töluvert frá því í desember. Helstu ástæður eru skipulagsbreytingar og árangur af átakinu Nám er vinnandi vegur. Runólfur Ágústsson formaður stjórnar VMST mætti á fund Heklunnar þann 10. febrúar sl. til þess að kynna úrræði í atvinnumálum ungs fólks. Í framhaldi var ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur það verkefni að endurskoða þær lausnir sem bjóðast atvinnulausum á svæðinu og leita samstöðu um úrræði.