Áttatíu ökumenn í góðu lagi
Lögreglunni á Suðurnesjum var um miðnætti á sunnudagskvöld tilkynnt um grun þess efnis að ölvaður ökumaður væri að leggja af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og voru um áttatíu bifreiðir stöðvaðar, þar á meðal bifreið ökumannsins sem svaraði til lýsingarinnar í tilkynningunni. Allir ökumennirnir reyndust vera í góðu lagi.