Átta Vítisenglar undir eftirliti lögreglu
Átta félagar dönsku Vítisenglanna sem hleypt var inn í landið í gærkvöldi og nótt eru undir eftirliti lögreglu. Þetta staðfesti Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli í samtali við Víkurfréttir.Óskar sagði mennina vera undir góðu eftirliti og gætu allt eins verið teknir úr umferð ef ástæða þykir til. Ellefu aðrir félagar Hells Angels eða Vítisengla voru sendir utan til Kaupmannahafnar í morgun í fylgd þrettán lögreglumanna.
„Við sendum lögreglumenn sem hafa lítinn áhuga á handbolta, svo við missum þá ekki yfir til Svíþjóðar,“ sagði Óskar í léttum dúr við blaðamann Víkurfrétta í morgun.
„Við sendum lögreglumenn sem hafa lítinn áhuga á handbolta, svo við missum þá ekki yfir til Svíþjóðar,“ sagði Óskar í léttum dúr við blaðamann Víkurfrétta í morgun.