Átta varnarliðsmenn handteknir vegna hnífstungumáls
Átta varnarliðsmenn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í morgun, grunaðir um aðild að hnífstungumáli þar sem íslenskur karlmaður var stunginn með hnífi í brjóst, kvið og síðu. Tvær íslenska stúlkur sem voru með varnarliðsmönnunum voru einnig handteknar. Lögreglu var tilkynnt um átökin sem urðu í Hafnarstræti um klukkan 6 í morgun, en þegar lögregla kom á vettvang lá maðurinn í blóði sínu. Maðurinn var fluttur á slysadeild og er hann töluvert slasaður, en eftir aðgerð í morgun var maðurinn fluttur á gjörgæsludeild rétt fyrir hádegi.Fimm varnarliðsmenn voru handteknir á hlaupum við stjórnarráðið og aðrir þrír í bifreið sem lögreglan stöðvaði um klukkan 7 í morgun, en með þeim í bílnum voru tvær stúlkur. Málið er í rannsókn.