Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta þúsund gestir heimsóttu byggðasafnið á Garðskaga
Sunnudagur 29. október 2023 kl. 06:07

Átta þúsund gestir heimsóttu byggðasafnið á Garðskaga

Mikill gestagangur hefur verið á Byggðasafninu á Garðskaga frá því í maí og hafa á áttunda þúsund manns heimsótt safnið á þeim tíma. Nú er vetrarstarfið hafið á safninu og það lokað nema fyrir heimsóknir hópa sem þess óska og viðburði sem verða kynntir sérstaklega.

Í frétt frá safninu er bent á vefinn Sarpur.is, sem er gagnagrunnur fyrir þá muni og ljósmyndir sem skráð eru í varðveislu safnsins og annarra safna. Er fólk hvatt til að kynna sér hvað þar er að finna; munir, ljósmyndir, þjóðhættir, listaverk. Fjölda mynda úr Suðurnesjabæ má m.a. finna á Sarpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með frétt byggðasafnsins birtist svo mynd af Helgarétt við Garðskagavita (sama og Lambastaðafjárrétt) sem er hlaðin úr fjörugrjóti. Hún er talin kennd við bónda sem eitt sinn bjó á Lambastöðum í Garði. Sennilega hefur hún áður verið skilarétt fyrir hreppinn en seinna aðeins heimarétt Lambastaða. Réttin er hlaðin úr ávölu fjörugrjóti og hleðslur hennar eru mest um tveggja metra háar. Malbikaður göngustígur liggur nú fast norðan við réttina. (Heimild: Ferlir)