Átta teknir á of miklum hraða
Ökumaður bifreiðar var kærður fyrir hraðakstur eftir að hann var tekinn á 96 km hraða á Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gær. Þar er löglegur hámarskhraði 50.
Alls voru tíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær, þar af var annar sem var tekinn á Njarðarbraut, á 71, og átta voru teknir á Reykjanesbraut, sá sem hraðast ók var á 134 km hraða.
Einn ökumaður var staðinn að akstri án ökuréttinda og annar var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur.