Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta stórar rúður sprungu í Sigurjónsbakaríi - sjáið myndirnar!
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 8. janúar 2021 kl. 11:15

Átta stórar rúður sprungu í Sigurjónsbakaríi - sjáið myndirnar!

„Við vorum að baka í mestu rólegheitum þegar hurðin fauk upp og rúðurnar sprungu,“ segir Sigurjón Héðinsson bakarameistari í Sigurjónsbakaríi.

Mikið tjón varð í bakaríinu í morgun þegar gegnumtrekkur um framreiðslurými bakarísins varð til þess að útihurð fauk upp og á sama tíma sprungu átta stórar rúður og nokkrar minni. Gruggapóstarnir enduðu úti á gangstétt og glerið kastaðist langt út á bílastæði. Tjón varð á bílum á bílastæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðkoman að vettvangi við bakaríið var eins og sprengin hafi orðið inni í bakaríinu. Smiðir sem voru komnir á vettvang segjast aldrei hafa séð annað eins. Þeirra verk hefur verið í morgun að heinsa upp gler og svo þarf að slá upp grind og klæða.

Sigurjón þakkar fyrir að enginn var á gangi framhjá húsinu þegar ósköpin urðu. Þá hefði getað farið illa.

Tjónið er mikið en starfsemin hefur þrátt fyrir ósköpin lítið raskast. Kökur og brauð voru í ofnunum og bleiku snúðarnir komnir fram í búðina.

Hér neðar á síðunni má sjá fleiri myndir frá vettvangi í morgun.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi © Víkurfréttir


Átta rúður sprungu í Sigurjónsbakaríi