Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta milljónum úthlutað
Miðvikudagur 14. maí 2014 kl. 09:52

Átta milljónum úthlutað

– úr Vaxtarsamningi Suðurnesja

Vaxtarsamningur Suðurnesja auglýsti nýverið eftir styrkumsóknum í hluta þeirra fjármuna sem sjóðurinn hefur til úthlutunar. Um  aukaúthlutun var að ræða þar sem 8 milljónir voru til ráðstöfunar. Alls bárust 23 umsóknir um verkefnastyrki. Samtals var upphæð styrkbeiðna rúmlega 38 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður verkefna var rúmlega 117 milljónir króna að mati umsækjenda sjálfra.
 
Verkefnastjórn Vaxtarsamnings þakkar öllum sem sendu inn umsókn og bendir á að þessi ákvörðun verkefnastjórnar gildir aðeins um þessa úthlutun.
 
Að þessu sinni hlutu 8 verkefni styrk.
 
1. Brjósksykur er hollari en brjóstsykur – Holtsgata 8 ehf.
Styrkur kr. 1.500.000.
Fyrirtækið hyggst fullnýta hið dýrmæta hráefni sem hákarl er og nýta brjósk í vinnslu á fæðubótarefni.
 
2. Hámörkun hnakkastykkja með bættri hausun – Þorbjörn hf.
Styrkur kr. 1.350.000.
Verkefnið lýtur að þróun vélar sem sker hausinn frá búki fisksins og stuðlar að betri nýtingu. 
 
3. Fish and Fun – Travice.
Styrkur kr. 1.000.000.
Ætlunin með verkefninu er að tengja saman í klasa hagsmunaaðila á Reykjanesi um árlega matarhátíð, menningu og náttúru.
 
4. Markaðs- og kynningarsókn erlendis á nýrri gagnvirkri tækni í smáforritsgerð – Raddlist ehf.
Styrkur kr. 1.000.000.
Markmiðið með verkefninu er að koma á kynningum og samstarfi um notkun á nýrri aðferð til að kenna ensku málhljóðin í ákveðnum skólasamfélögum í Bandaríkjunum.
 
5. Markaðssetning á kalki úr fiskbeinum – Codland ehf.
Styrkur kr. 1.000.000.
Markmið Codland er fullnýting sjávarafurða. Í þessu verkefni er unnið með bein og einblínt á sjávarkalk.
 
6. Aukin sjálfvirkni og bætt nýting við skelvinnslu – Orkurannsóknir ehf.
Styrkur kr. 950.000.
Verkefnið snýr að aukinni sjálfvirkni í skelvinnslu og aukinni nýtingu á hráefni í skelfiskvinnslu.  Verkefnið verður unnið af nemendum í Mekatróník tæknifræði og Orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili.
 
7. Fræðslutengdir möguleikar í Reykjanes jarðvangi – GeoCamp Iceland
Styrkur kr. 700.000.
Verkefninu er ætlað að stuðla að uppbyggingu samstarfs fræðsluaðila og kortlagningu menntatengdrar möguleika í ferðamennsku innan Reykjanes jarðvangs.
 
8. Kirkjubólsbrenna – Þórhildur Ída Þórarinsdóttir
Styrkur kr. 500.000.
Verkefnið sem um ræðir er „hreyfanleg leiksýning“ byggð á Kirkjubólsbrennu, sem er sögulegur atburður frá fyrri tíma á Reykjanesi. Verkefnið er flutt á ensku og ætlað erlendum ferðamönnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024