Fimmtudagur 31. mars 2016 kl. 09:52
				  
				Átta metra loftnet í Voga
				
				
				
	Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir loftnet á horni Hvammsdals og Stapavegar í Vogum.
	
	Þar sækja HS-Veitur um framkvæmdaleyfi fyrir 8 m háan staur með lofneti á toppi vegna hitaveitumælaverkefnis. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt leyfið.