Átta menn í gæsluvarðhald til 28. október
Héraðsdómur Reykjaness var rétt i þessu að staðfesta kröfur Lögreglustjórans á Suðurnesjum um gæsluvarðhald og framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir 8 mönnum vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri brotastarfsemi. Allir sakborningarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 28. október n.k.