Átta hundruð höfuðföt í Reykjanesbæ
- til að stuðla að auknu öryggi.
„Reyknesingar tóku vel við sér og hafa nælt sér í um þúsund stykki hér og í Grindavík á undanförnum vikum,“ segir Magnús Geir Jónsson, þjónustustjóri VÍS í Reykjanesbæ, um húfur og eyrnabönd sem viðskiptavinum hefur staðið til boða undanfarnar vikur. „Þetta er liður í að stuðla að auknu öryggi í umferðinni og kjörið að beina kröftunum að yngstu vegfarendunum, nú fjórða árið í röð. Við viljum vitaskuld að allir séu sýnilegir enda veitir ekki af eftir því sem myrkrið vex. Þótt húfurnar séu á þrotum má fá endurskinsmerki hjá okkur sem henta öllum aldri.“