Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. febrúar 2002 kl. 21:25

Átta hæða stórhýsi gnæfir yfir Keflavík

Nýtt átta hæða stórhýsi hefur risið á stuttum tíma við Framnesveg í Keflavík og nú gnæfir húsið yfir Keflavík og er orðið hæsta íbúðarhús Reykjanesbæjar.Það er Eignamiðlun Suðurnesja sem selur íbúðir í húsinu og eitt er víst að útsýnið af efstu hæðum þessa háhýsis á keflvískan mælikvarða verður glæsilegt.

Í forgrunni myndanna má sjá Klampenborgina með rauðu þaki og kvisti en það hús þótti stórhýsi á sínum tíma og sannkallað fjölbýlishús. Nú eru breyttir tíma!

En hvað finnst fólki um byggingu háhýsa í Keflavík. Annað hús að svipaðri stærð mun rísa á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu, þar sem Bílasala Brynleifs stóð áður. Sendið okkur línu og segið ykkar álit. Hér er aðeins um óvísindalega könnun að ræða og engin nöfn gerð opinber. Mín skoðun á byggingu háhýsa
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024