Átta aðilar fengu menningarstyrk og ellefu hópar þjónustusamning
Alls bárust 27 umsóknir um verkefnastyrki upp á tæpar sextán milljónir króna og fjórtán menningarhópar sóttu um að fá þjónustusamning við Reykjanesbæ. Heildarupphæð menningarsjóðs til úthlutunar eru 5,6 milljónir króna. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Ráðið tók ákvörðun um átta verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni að upphæð kr. 3.400.000,- og kr. 2.050.000 verður veitt í þjónustusamninga við ellefu starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.
Vegna fjölgunar styrkumsókna í sjóðinn og kraftsins í samfélaginu leggur menningar- og þjónusturáð til að upphæð sjóðsins verði endurskoðuð í næstu fjárhagsáætlunargerð, segir í nýjustu fundargerð menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar.