Átt þú þetta læsta hjól?
Lesandi hafði samband vegna þess að þetta óskila-hjól hefur staðið læst í töluverðan tíma við heimili hans í botnlanga í Reykjanesbæ. Virðist sem einhver hafi fjarlægt hjólið frá uphaflegum stað og komið því þarna fyrir. Lesandinn vildi koma þessu á framfæri því einhver hlyti að sakna hjólsins.
Sá/sú sem kannast við hjólið hafið samband í [email protected] til að fá nánari upplýsingar um staðsetningu og finnanda.