Atriði sem hafa ber í huga fyrir ferðalagið
Þá líður að stærstu ferðahelgi landans og einhverjir fara nú af stað með hjólhýsi og tjaldvagna í eftirdragi. Vill lögreglan að því tilefni brýna fyrir ökumönnum að taka tillit til annarra og hliðra til fyrir öðrum ökumönnum og hleypa framúr þegar það er hægt. Einnig skal huga að því að speglar og ljósabúnaður séu í lagi á eftirvögnum.
Sjálfsagt þarf svo ekki að minna fólk á það að áfengi og akstur eiga aldrei saman.
Lögreglan biður fólk líka að ganga vel frá híbýlum sínum og muna eftir að læsa öllu og loka. Það getur verið gott að ræða við nágranna áður en haldið er í ferðalag og halda úti svokallaðri nágrannavörslu sem reynst hefur vel. Einnig má hafa augun opin fyrir grunsamlegum mannaferðum.