Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ATP haldin aftur á Ásbrú
Ljósmynd: Magnús Elvar Jónsson
Miðvikudagur 27. nóvember 2013 kl. 11:36

ATP haldin aftur á Ásbrú

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties verður haldin í annað sinn á Ásbrú næstkomandi sumar, dagana 10.-12. júlí. Hátíðin verður að þessu sinni þrjú kvöld en var áður tvö kvöld. ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum ATP verið haldnir víða um heim við góðan orðstír. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á Íslandi síðast liðið sumar þar sem hljómsveitir á borð við Nick Cave & The Bad Seeds, The Fall, Thee Oh Sees, Botnleðju og Múm komu fram.

Barry Hogan, stofnandi ATP, segir: „Eftir fyrstu ATP-hátíðina sem haldin var fyrr á árinu, þar sem Nick Cave var stærsta nafnið, er mjög gaman að segja frá því að hátíðin verður haldin aftur í júlí á næsta ári. Við erum að leggja lokahönd á frábæran lista af hljómsveitum sem við munum segja frá mjög fljótlega!“

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024