Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átök eða hótanir í aðdraganda brunans?
Mánudagur 4. febrúar 2013 kl. 14:30

Átök eða hótanir í aðdraganda brunans?

Órói var meðal íbúa á gistiheimilinu Fit skömmu áður en eldur kom upp á einu herbergi gistiheimilisins nú fyrir hádegi. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var haft í hótunum þar sem hnífur eða hnífar voru á lofti og var lögreglan kölluð til vegna þess. Fit er dvalarstaður hælisleitenda í Reykjanesbæ.

Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og vísaði til fréttatilkynningar sem send var út fyrir fáeinum mínútum. Þar segir að  einn íbúi hafi verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lagður inn vegna reykeitrunar. Annar íbúi var handtekinn og fluttur á lögreglustöð grunaður um íkveikju.

Þar segir einnig að lögreglan á Suðurnesjum fari með rannsókn málsins, sem er á frumstigi, og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024