Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atlantsolía opnar nýja bensínstöð á Staðabraut
Föstudagur 25. október 2019 kl. 09:58

Atlantsolía opnar nýja bensínstöð á Staðabraut

Atlantsolía hefur opnað nýja bensínstöð við Stapabraut í Innri-Njarðvík. Þetta er önnur stöðin sem olíufélagið opnar á Suðurnesjum en hin er við Njarðarbraut.

„Við erum mjög ánægð með að bæta við bensínstöð hér á Suðurnesjum. Á stöðinni við Stapabraut fá viðskiptavinir Atlantsolíu sömu afsláttarkjör með dælulyklinum og á öðrum stöðvum,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Atlantsolía er eitt minnsta olíufélag landsins en hefur verið leiðandi í að bjóða upp á lægsta olíuverðið um land allt. Samkeppnin hefur aukist mikið síðustu ár en við stefnum alltaf að því að reyna að bjóða upp á bestu kjörin fyrir viðskiptavini okkar. Við erum sérstaklega ánægð með staðsetninguna á þessari nýju stöð en hún er á frábærum stað, í alfaraleið við Reykjanesbrautina og því auðvelt og fljótlegt að renna við á leiðinni í bæinn. Við erum spennt fyrir viðtökum íbúa á Suðurnesjunum og vonumst líka til að ná til ferðamanna sem eru á leið upp á flugvöll.

Atlantsolía rekur nú 25 bensínstöðvar um allt land; 18 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 7 á landsbyggðinni.